Snyrtistofa - Fasteign og Rekstur saman

Ref : 561

Address :

Eddufell 2
111

Amenities :

  • Hár - Spa

Financial informations :

Price Consult us

Details :

Property condition Hár - Spa
Living space 60 m²

Fyrirtækjasala Íslands kynnir:
Glæsileg snyrtistofa í fallega innréttuðu rými, og hefur stofan þjónustað viðskiptavini á sama stað í rúm 20 ár. 
Til sölu er fasteignin og reksturinn saman. 
Um er að ræða verslunarrými í jarðhæð með góðri aðkomu stæði framan við verslanir sem þar eru. Alls eru 4 verslunarrými á hæðinni. 

Rýmið var að miklum hluta til endurnýjað á árunum 2003 - 2006, þ.m.t. raflagnir og veitulagnir, ásamt því að settar voru fallegar ljósar innréttað í rými og gólf flísalögð, kerfisloft, allt á vandaðann máta.

Húsnæðið skiptist í móttöku og afgreiðslu, 3 afstúkaðar starfstöðvar fyrir snyrtifræðinga, geymslu og ræstikompu, kaffistofu og salerni, auk þess er herbergi sem nýtt er fyrir lager en þar er lagt er fyrir sturtu.
Kaffiaðstaða er útbúin hvítri innréttingu. Öll gólf eru flísalögð með fallegum bague-ljósbrúnum flísum. 
Loft eru útbúin kerfislofti með innfeldum halogen-lýsingum, allt rýmið.  Afgreiðsla/móttaka er með sérsmíðuðu móttöku-/afgreiðsluborði úr ljósum beiki og burstuðu stáli.  
Samtals þrjár starfstöðvar eru afstúkaðar í sér-herbergi lokanlegar með rennihurðum sem eru með möttu gleri á álbrautum. Hver starfstöð fyrir sig er svo útbúin með vask og innréttingu með skápum. 

Húsnæðið er sérhannað og uppsett fyrir starfsemi snyrtifræðinga, en gæti einnig hentað vel fyrir t.d. fótaaðgerðarfræðinga, sjúkranuddara, nuddfræðinga, naglafræðinga, eða blönduð slík starfsemi. 

Fyrir liggur að byggðar verði 4 íbúðarhæðir ofaná húsið, og munu framkvæmdir líklegast hefjast á nýju ári, nákvæmari tímasetning liggur ekki fyrir, en mun gera það um leið og framkvæmdaraðili leggur fram framkvæmdaráætlun.

Staðsetningin og nærliggjandi svæði er mjög ákjósanlegt og aðlaðandi fyrir ýmsa verslun og þjónustustarfsemi. Stoppistöð er beint fyrir framan rýmin, leigubílastæði, og í nærumhverfi er matvörumarkaður, kaffishús, og ýmsar verslanir og þjónusta. Mikil fólksbyggð er í öllu næsta nágrenni, og góð bílaumferð fyrir framan rýmið vegna legu þess, og hefur því staðsetningin sérlega gott auglýsingagildi í því tilliti, auk þess að hafa sér-aðkomu og stæði fyrir framan verslanir sem gerir aðkomuna auðvelda og aðgreinir frá öðrum verslunarhlutum heildarhúsa á svæðinu. 
Fellaskóli er í næsta nágrenni og steinsnar frá er svo íþrótta- og fótboltavöllur, Breiðholtslaug og ekki má gleyma Fjölbraut í Breiðholti. Staðsetningin hentar því fjölda verslunar- og þjónustufyrirtækja, jafnvel tengt léttum matarveigum. 

Vakin er athygli á því að seljandi hefur venslatengsl við starfsmann fasteignasölunnarfyrirtækjasöluna.

Ef þú hefur áhuga að kynna þér málið betur þá vinsamlegast hafðu samband við okkur eða bókaðu með okkur tíma. 

Björgvin Óskarsson, sími 773-4500,  netfang  bjorgvin@atv.is 

og Óskar Mikaelsson, lgf.  sími. 773-4700  netfang oskar@atveignir.is   

 

Fyrirtækjasala Íslands |  Síðumúla 31, 108 Reykjavík |  (+354)  517-3500  |  Fyrirtækjasala.is |  atveignir.is | 
Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, 
Við erum aðilar að Félagi Fasteignasala.
Björgvin Ó. Óskarsson, lg. leigumiðlari, lg. eignaskiptalýsandi.

Return to the list